RSÍ

Margir kannski spyrja sjálfan sig „hvað er RSÍ“ og afhverju er ég í Rafiðnaðarsambandinu.

Til að brjóta þetta betur niður ætla ég að reyna að útskýra fyrir þér hvað RSÍ gerir og félöginn sem eiga aðild að því eiga sameiginlegt

Til að byrja með þá er rafiðnarsambandið ekki stéttarfélag í alvöru, heldur landssamband. Hvað er landssamband, jú það er samband þar sem nokkur stéttarfélög taka sig saman og mynda stærra félag sem er eins konar regnbogahlíf yfir sína starfsemi.

En hvað þýðir það fyrir stéttarfélöginn, það þýðir að þau framselja leyfi til að semja um kjarasamninga til RSÍ og það fer síðan með það til mótsemjara oftast SA eða SART en þó stundum einstök yrirtæki, sem þýðir að í stað þess að hvert félag er útí horni að semja hvert og eitt sér, þá koma þau saman og semja öll í einu. þannig erum við í betri samningsstöðu og meiri líkur að ná okkar kröfum.

Einnig má nefna Ungliðahreyfingu Rafiðnaðarsambandsins eða RSÍ-ung sem erum við.

EN hver eru þessi félög sem koma að RSÍ,

Til dæmis,

FÍR eða félag íslenskra rafirkja

-FÍR er stærsta stéttarfélag innan Rafiðnaðarsambandsins og þar eru Rafvirkjar sem ekki eru inní öðrum félögum

FRS eða félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi

-FRS er það félag sem heldur utan um rafvirkja á suðurlandi

RFN

– RFN er fyrir rafvirkja á norðurlandi

RFS

– RFS eru rafvirkjar á suðurnesjum

Grafía

– Grafía er stéttarfélag fyrir prent og miðlkunargreinum

ftf logo 2b Kassi með rsi2 small

FTF

FTF sem er félag tæknifólks í rafiðnaði

FÍS

– félag íslenskra símamanna

FRV

– og að lokum Félag Rafeindavirkja

Öll þessi félög eiga það sameiginlegt að tengjast að einhverjum hátt rafiðnaði eða tækni geiranum og eru því öll í sama landsambandinu.