Styrkir hjá RSÍ

Fræðslumolar

KOSTNAÐARSAMAR LÆKNISAÐGERÐIR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Styrktarsjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða.
Styrkur er metinn hverju sinni en að hámarki 40% af útlögðum kostnaði, hafi kostnaður verið hærri en kr. 100.000, en þó að hámarki  kr. 100.000, auk þátttöku í ferðakostnaði sé um það að ræða.  Styrkur er veittur einu sinni á þriggja ára tímabili.
Undir kostnaðarsamar læknisaðgerðir teljast  t.d. laser aðgerð á augum eða dvöl á heilsustofnun í Hveragerði.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda

Sækja um styrk

GLERAUGNASTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Heimilt er að styrkja sjóðfélaga við kaup á gleraugum einu sinni á þriggja ára fresti.
Styrkurinn er að hámarki kr. 40.000,   greiðsla nemur allt að helmingi framlags kostnaðar en þó aldrei hærri  en kr. 40.000.-  Gleraugnastyrkur skerðir ekki rétt til  líkamsræktarstyrks.  

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Ljósrit af sjónmælingu frá augnlækni eða sjóntækjafræðingi

Greiðslukvittun fyrir gleraugnakaupum þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda. 


Sækja um styrk

KRABBAMEINSSKOÐUN

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Greitt er fyrir skoðun allt að 30.000 kr.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Sækja um styrk

HJARTAVERND-ÁHÆTTUMAT

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Greitt er 30.000 kr. af skoðunargjaldi.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Sækja um styrk

STOÐTÆKI

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. siðustu 6 mánuði
Greitt er 50% af útlögðum kostnaði, að hámarki kr. 30.000 á 3ja ára fresti, vegna stoðtækja s.s. innleggja í skó, hækja og annarra stoðtækja.
Ekki er greiddur styrkur vegna göngugreiningar.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Sækja um styrk

HEYRNARTÆKI

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. siðustu 6 mánuði
Styrkur er veittur vegna kaupa á heyrnartækjum. Greitt er 40% af kostnaði, að hámarki kr. 100.000, hafi kostnaður verið hærri en kr. 100.000.
Styrkur er veittur einu sinni á þriggja ára tímbili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Sækja um styrk  

VIÐTALSMEÐFERÐ

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. siðustu 6 mánuði
Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum sálfræðingi, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðingi. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.
Greitt er 40% af kostnaði, að hámarki kr. 9.000 per skipti. Styrkur er veittur fyrir allt að 20 skiptum  á hverju 12 mánaða tímbili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Löggilt greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda, tímabil meðferðar, fjöldi skipta ásamt upphæðinni sem greidd var.

Sækja um styrk 

SJÚKRAÞJÁLFUN / ENDURHÆFING

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Greitt er 40% af útlögðum kostnaði, að hámarki kr. 75.000 á hverju 12 mánaða tímabili, vegna endurhæfingar og meðferðar hjá löggiltum meðferðaraðila sem hefur starfsleyfi frá landlækni eins og sjúkraþjálfara, kírópraktor/hnykkjara, iðjuþjálfa, sjúkranuddara og osteopata. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. 

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Löggilt greiðslukvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala beggja aðila, tímabil meðferðar, fjöldi skipta og upphæð sem greidd var.

Sækja um styrk

FERÐAVAGNASTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði

Styrkur er 50% af upphæð reiknings en þó aldrei hærri upphæð en 25.000 kr einu sinni á ári.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

Afrit af löggildum leigusamningi frá viðurkenndri ferðavagnaleigu,  nafn félagsmanns, kennitala, tímabil og upphæð þarf að koma fram á leigusamningi ásamt nafni og kennitölu leigusala.

Greiðslukvittun

Sækja um styrk

FERÐASTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k.  6 síðustu mánuði.
Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.  Sækja verður um styrk til Sjúkratrygginga íslands (SÍ).
Hafni SÍ greiðslu er greitt fyrir 40 til 100 km kr. 5000, 100 til 250 km. kr. 10.000, 250 til 400 km. kr. 17.000 og 400 km og lengra kr. 25.000.  Hámark er greitt fyrir 10 ferðir á ári.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Afrit af höfnunarbréfi SÍ.

Sækja um styrk

LÍKAMSRÆKTARSTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, (2 mánaða kort eða árskort), sundkort ( 6 mánaða kort og árskort, ekki stakir sundtímar), dansskólum (námskeið) og íþróttafélögum vegna íþrótta. Að því tilskyldu að það sé til 2ja mánaða eða lengur. Greiðslan nemur allt að helmingi framlagðs kostnaðar en þó aldrei hærra en kr. 30.000 á hverju almanaksári.(Breytt 1.jan 2018)

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun þar sem fram kemur tímabil þjálfunar, nafn og kennitala seljanda og kaupanda ásamt upphæðinni sem greidd var.

Greiðslukvittun er jafnframt skilyrði í þeim tilvikum þar sem um er að ræða ótímabundinn samning, greitt er samkvæmt útlögðum kostnaði.

Sækja um styrk

NÁMSKEIÐSSTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Styrkur er að hámarki kr. 25.000 á ári til að sækja almenn námskeið. Endurgreitt er  helmingur þeirrar upphæðar er kvittun segir til um, en aldrei hærri upphæð en kr.25.000 einu sinni á ári.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun fyrir námskeiði þar sem fram kemur tímabil,  nafn og kennitala seljanda og kaupanda ásamt upphæðinni sem greidd var.

Afrit af reikningi ef um skólagjöld er að ræða þar sem nafn námsmanns kemur fram.

MENNTASTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið til Menntasjóðs rafiðnaðarins síðustu 12 mánuði (eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum) og ekki nýttir aðrir styrkir eða niðurgreiðsla námskeiðsgjalda í menntakerfi rafiðnaðarins síðustu 18 mánuði. 

Styrkur er að hámarki 140.000 kr. Endurgreitt er  helmingur þeirrar upphæðar er kvittun segir til um, en aldrei hærri upphæð en kr.140.000. Ferðakostnaður er ekki greiddur. Ekki eru veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði í Rafiðnaðarskólanum.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: 

Greiðslukvittun þar sem fram kemur tímabil, nafn og kennitala seljanda og félagsmanns ásamt upphæðinni sem greidd var.

Nám á eftirtöldum sviðum er styrkt: 

Nám í stærðfræði sem er viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á háskólastigi.

Framhaldsnám á sviði raungreina og eðlis- og efnafræði sem er viðbót við framhaldsnáms og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða á háskólastigi.

Tungumálanám til undirbúnings háskólanáms og talist geta á háskólastigi

Upphafsnám á brautum á háskólastigi.

Annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmenn í störfum sínum.

Viðkennd námskeið í fagnámi sem ekki eru haldin hjá RAFMENNT. 

Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr. í þeim tilvikum þarf að skila staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds, flugmiða, kvittun vegna hótelkostnaðar og greinargerð þar sem fram kemur um hvað námskeið fjallar, námslengd og hvar og hvenær námskeiðið er haldið sem og lýsing á starfssviði umsækjenda.

EINGREIDDAR DÁNARBÆTUR

Við andlát félagsmanns er greitt til aðstandanda allt að kr. 385.300.- (frá 1. águst 2020) vegna útfararkostnaðar, enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum.
Greiða eftirlifandi maka eða forráðamanni barns félagsmanns fyrir eitt barn undir 18 ára aldri á framfæri viðkomandi kr. 1.090.368.- og kr. 545.184.- með hverju barni eftir það(frá 1. jan 2020). Heildarupphæð deilist jafnt á hvert barn.

Heimilt er að greiða vegna barna allt til 21 árs aldurs, enda hafi barn sannarlega verið á framfæri sjóðfélaga og  ekki á vinnumarkaði.

Aðrar dánarbætur – félagsmenn hættir störfum vegna aldurs/örorku

Við andláts félagsmanns, sem ekki er á vinnumarkaði en var sjóðfélagi við starfslok er stjórn sjóðsins heimilt að greiða til dánarbús hins látna hluta dánarbóta

Skilyrði greiðslu skv. þessum lið er að hinn látni hafi verið sjóðfélagi samfellt síðustu  5 ár fyrir starfslok vegna aldurs/örorku, þ.e. var síðast félagsmaður aðildarfélags innan RSÍ*. Greiðsla til eftirlifandi maka eða barna innan 18 ára aldurs skal vera að hámarki kr. 192.600. Stjórn sjóðsins hefur heimild til þess að greiða hluta dánarbóta til annarra lögerfingja sem kosta útför hins látna, að hámarki kr. 128.400.

*Stjórn sjóðsins hefur heimild til að meta aðildarsögu félagsmanns til lengri tíma ef félagsmaður var síðast félagsmaður aðildarfélags innan RSÍ.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

Yfirlit yfir framvindu skipta frá sýslumanni.

FRJÓSEMISMEÐFERÐ

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. siðustu 6 mánuði
Greitt er 40% af útlögðum kostnaði, að hámarki kr. 100.000, fyrir alls 4 meðferðir.
Ekki er greiddur kostnaður vegna lyfja og eftirlits.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Sækja um styrk

FÆÐINGARSTYRKUR

Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði

Heimilt er að veita fæðingarstyrk vegna fæðingar barns félagsmanns að upphæð 100.000 kr. fyrir hvert barn, eftir skatt (upphæð fyrir skatt eru tæpar 160.000 kr). Styrkupphæð miðast við hvert barn og að foreldri hafi stundað 100% vinnu sl. 6 mánuði fyrir fæðingu barns/barna. Styrkurinn lækkar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi. Þurfi félagsmaður að draga úr vinnu eða hætta störfum vegna veikinda fyrir fæðingarorlof skal horfa til starfshlutfalls fyrir veikindin.

Foreldri þarf að vera í a.m.k. 75% fæðingarorlofi, miðað við einn mánuð eða 50% fæðingarorlofi í 6 mánuði eða lengur og greiða félagsgjald af fæðingarorlofsgreiðslum, til þess að eiga rétt á styrk. Fæðingarstyrkur á við um alla sem njóta réttinda til fæðingarorlofs úr Fæðingarorlofssjóði, þ.m.t. fæðingarorlof vegna ættleiðingar. Mögulegt er að nýta styrkinn upp að 24 mánaða aldri barns/barna.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

Staðfestingu frá fæðingarorlofssjóði um töku fæðingarorlofs, þar sem hlutfall og lengd fæðingarorlofs kemur fram.

Staðfestingu um starfshlutfall (ATH fyllist út af vinnuveitenda) sl. 6 mánuði fyrir fæðingu barns/barna.

Vakin er athygli á því að styrkurinn fæst ekki greiddur fyrr en allt að þremur mánuðum eftir töku fæðingarorlof

Sækja um styrk